• mið. 14. jún. 2023
  • Mótamál
  • Landslið
  • U19 karla
  • Lengjudeildin

Breytingar á leikdögum í Lengjudeild karla

Nokkrum leikjum í Lengjudeild karla hefur verið breytt til að koma til móts við þau félög sem eiga leikmenn í U19 liði karla sem leikur á EM á Möltu í júlí.

Liðið fer til Möltu þann 30. júní og er leikið í riðli 4.-10. júlí. Undanúrslit fara fram 13. júlí og úrslitaleikur mótsins fer fram þann 16. júlí.

Eftirfarandi leikjum hefur verið breytt:

Lengjudeild karla – 9. umferð
Grótta - Selfoss

Var: Föstudaginn 30. júní kl. 19.15 á Vivaldivellinum
Verður: Miðvikudaginn 28. júní kl. 19.15 á Vivaldivellinum


Lengjudeild karla – 9. umferð
ÍA - Þór

Var: Laugardaginn 1. júlí kl. 14.00 á Norðurálsvellinum
Verður: Fimmtudaginn 29. júní kl. 18.00 á Norðurálsvellinum


Jafnframt hefur neðangreindum leikjum verið frestað.
Nýjir leikdagar tilkynntir eins fljótt og við verður komið.


Lengjudeild karla – 10. umferð
Þór - Grótta

Var: Fimmtudaginn 6. júlí kl. 18.00 á Þórsvelli
Verður: Nýr leikdagur tilkynntur síðar


Lengjudeild karla – 10. umferð
Selfoss - Grindvík

Var: Fimmtudaginn 6. júlí kl. 19.15 á JÁVERK-vellinum
Verður: Nýr leikdagur tilkynntur síðar


Lengjudeild karla – 11. umferð
Vestri - Selfoss

Var: Miðvikudaginn 12. júlí kl. 18.00 á Olísvellinum
Verður: Nýr leikdagur tilkynntur síðar


Lengjudeild karla – 11. umferð
Grótta - ÍA

Var: Miðvikudaginn 12. júlí kl. 19.15 á Vivaldivellinum
Verður: Nýr leikdagur tilkynntur síðar

Tekin verður ákvörðun um breytingar leikja í 12. umferð Lengjudeildar karla að loknum leikjum í riðlakeppni EM U-19.
Nokkrum leikjum til viðbótar getur verið breytt svo hægt verði að koma fyrir frestuðum leikjum úr 10. – 12. umferð.

Lengjudeild karla

EM U19 karla