• mið. 26. júl. 2023
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn

Mynd: Hulda Margrét

Breiðablik tók á móti FC Kaupmannahöfn í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag. FCK vann 0-2 sigur og er Breiðablik með bakið upp við vegg fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Kaupmannahöfn 2. ágúst.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta markið þegar innan við mínúta var liðin af leiknum þegar Jordan Larsson kom boltanum í markið. FCK tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu með marki frá Rasmus Falk. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Blika bíður erfitt verkefni í Kaupmannahöfn.

Sigurliðið úr einvíginu mætir Spörtu frá Prag í næstu umferð keppninnar. Liðið sem tapar einvíginu færist yfir í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu og mun það lið mæta annað hvort HSK Zrinjski frá Bosníu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu.