• fös. 25. ágú. 2023
  • Agamál

Felur ekki í sér brot

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 15/2023 - KSÍ gegn Víkingi R. og Arnari Bergmann Gunnlaugssyni varðandi meint brot brot knattspyrnudeildar Víkings og þjálfara Víkings R. í mfl. karla.

Í úrskurðarorðum nefndarinnar kemur fram að Knattspyrnudeild Víkings R. og Arnar Bergmann Gunnlaugsson skulu ekki sæta viðurlögum vega málsins.

Úr úrskurðinum:

Að mati aga- og úrskurðarnefndar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða skal viðurlagaákvæði það sem er að finna í grein 36.1. skýrt þröngt. Skýr viðurlagaheimild skal vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að háttsemi falli undir lýsingu viðurlagaákvæðisins. Þegar litið er til greinar 12.7. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál má telja ljóst að ákvæðinu sé ætlað að skýra hvar þjálfari sem mætir á leikstað megi vera staðsettur á meðan hann tekur út leikbann. Samkvæmt því megi þjálfari, sem tekur út leikbann, mæta á leikstað og vera á meðal áhorfenda, en megi ekki vera staðsettur nærri leikmönnum og starfsliði eða þar sem hann geti verið í beinum tengslum við lið sitt. Að mati aga- og úrskurðarnefndar geti rafræn samskipti líkt og þau sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra ekki ótvírætt falið í sér brot gegn grein 12.7. Orðalag greinar 12.7. komi ekki veg fyrir annað en að þjálfari sé staðsettur á skilgreindum svæðum á leikstað sé hann að taka út leikbann. Af þeim ástæðum lítur aga- og úrskurðarnefnd svo á að tilvitnuð framkoma Arnars Bergmann Gunnlaugssonar feli ekki ótvírætt í sér brot gegn ákvæði greinar 12.7. í reglugerðum um aga- og úrskurðarmál. Af sömu ástæðum verður ekki litið svo á að tilvitnuð framkoma Arnars Bergmanns Gunnlaugsson feli í sér brot gegn grein 36.1. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.

Úrskurðurinn