• fim. 31. ágú. 2023
  • Agamál

Leikmaður Kormáks/Hvatar úrskurðaður í tveggja leikja bann

Á aukafundi sínum 30. ágúst úrskurðaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ Lazar Cordasic leikmann Kormáks/Hvatar í tveggja leikja bann í Íslandsmóti. Áleit aga- og úrskurðarnefnd svo á að framkoma leikmanns Kormáks/Hvatar sem lýst er í skýrslum dómara og aðstoðardómara vegna leiks Reynis S. og Kormáks/Hvatar í 3. deild karla hafi verið alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi hegðun gagnvart dómara leiksins. Ákvað nefndin því, með vísan til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál, að úrskurða Lazar Cordasic, leikmann Kormáks/Hvatar í tveggja leikja bann í Íslandsmóti. Leikbann Lazar Cordasic bætist við sjálfkrafa 1 leiks bann sem leikmaðurinn var úrskurðaður í þann 29. ágúst sl.