• mán. 09. okt. 2023
  • Mótamál
  • Besta deildin

Keppni í Bestu deild karla 2023 er lokið

Keppni í Bestu deild karla 2023 lauk á sunnudag með lokaleik í efri hlutanum. Aðrir leikir í umferðinni fóru fram á laugardag. Fyrir umferðina var ljóst að Víkingur fengi Íslandsmeistaraskjöldinn afhentan eftir leik liðsins gegn Val, sem endaði í 2. sæti.

Stjarnan og Breiðablik voru, fyrir lokaumferðina, búin að tryggja sér Evrópusæti. Stjarnan lauk keppni í 3. sæti með 46 stig og Breiðablik í 4. sæti með 41 stig.

Í neðri hlutanum var Keflavík fallið fyrir lokaumferðina en hvaða lið færi með þeim niður var ekki ljóst og nokkrir möguleikar voru í stöðunni. Endaði mótið þannig að ÍBV féll með Keflavík en Eyjamenn gerðu jafntefli í lokaleiknum í Eyjum, gegn Keflavík.

Leikmenn deildarinnar völdu besta og efnilegasta leikmann deildarinnar sem og besta dómarann. Birnir Snær Ingason í Víking R. var valinn besti leikmaður mótsins og Eggert Aron Guðmundsson í Stjörnunni sá efnilegasti. Pétur Guðmundsson var valinn besti dómarinn í Bestu deild karla.

Mynd: Mummi Lú