• mið. 08. nóv. 2023
  • Mótamál
  • Besta deildin

Þjóðhátíðarleikurinn stærstur

Ágætis aðsókn var að leikjum Bestu deilda karla og kvenna í sumar. Áhugavert er að skoða áhrif breytts keppnisfyrirkomulags í deildunum og er meðalaðsókn hæst í efri hluta eftir skiptinguna í báðum mótum.

Best sótti leikur sumarsins í Bestu deild karla var Þjóðhátíðarleikurinn í Vestmannaeyjum þar sem mættust ÍBV og Stjarnan, en á þeim leik voru áhorfendur 2.302. Þar á eftir koma leikirnir Víkingur - Breiðablik (1.928) og Breiðablik – Víkingur (1.915), báðir leikir í fyrri hluta deildarinnar. Í seinni hlutanum voru best sóttu leikirnir Víkingur – Valur (1.589) og Breiðablik – Víkingur (1.580). Besti sótti leikurinn í neðri hlutanum var leikur Fylkis og Fram (1.666).

Í Bestu deild kvenna var best sótti leikurinn í fyrri hlutanum viðureign Vals og ÍBV (827), en leikur Breiðabliks og Stjörnunnar var ekki langt undan (823). Best sótti leikur sumarsins var síðan leikur Vals og Breiðabliks í efri hlutanum, þar sem mættu 1.173 áhorfendur. Í neðri hlutanum mættu 400 manns á leik Tindastóls og ÍBV og 363 sáu viðureign Selfoss og Tindastóls.

Yfirlit

Besta deild karla

  • Fyrri hluti 111.331 alls, 843 meðaltal
  • Neðri hluti 8.654 alls, 577 meðaltal
  • Efri hluti 13.568 alls, 905 meðaltal
  • Samanlagt 133.553 alls, 824 meðaltal

Besta deild kvenna

  • Fyrri hluti 18.619 alls, 207 meðaltal
  • Neðri hluti 1.230 alls, 205 meðaltal
  • Efri hluti 3.772 alls, 251 meðaltal
  • Samanlagt 23.621 alls, 213 meðaltal