• mið. 03. jan. 2024
  • Landslið
  • A karla

Þrjár breytingar á janúarhópnum

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir komandi tvo vináttuleiki í janúar. Ísland mætir Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram í Fort Lauderdale í Florida, Bandaríkjunum.

Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon og Valgeir Lunddal Friðriksson eru allir að glíma við meiðsli og geta ekki verið með, og í þeirra stað koma Birnir Snær Ingason, Jason Daði Svanþórsson og Logi Hrafn Róbertsson.

Birnir Snær, sem var kjörinn besti leikmaður Bestu deildar karla 2023 af leikmönnum deildarinnar, og Logi Hrafn, sem lék með U19 landsliðinu í lokakeppni EM síðasta sumar, eru nýliðar í A landsliði karla.  Jason Daði á að baki 3 leiki með A landsliðinu, allt vináttuleiki sem leiknir voru á árinu 2022.

Hópurinn

Mynd:  Jason Daði Svanþórsson í leik gegn Sádi-Arabíu.