• þri. 13. feb. 2001
  • Lög og reglugerðir

Ársþing KSÍ 10.-11. febrúar

55. ársþing KSÍ fór fram á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi. Þingið var sett að morgni laugardagsins 10. febrúar og því var slitið um hádegi á sunnudeginum 11. febrúar. Sjö tillögur lágur fyrir þinginu að þessu sinni, fimm þeirra voru samþykktar, einni var vísað í sérstakan starfshóp og einni var vísað til mótanefndar. Engar breytingar urðu á stjórn KSÍ, sem sést hér á myndinni til hægri.

Aftasta röð frá vinstri: Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Jóhannes Ólafsson, Einar Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson og Jakob Skúlason.
Miðröð frá vinstri: Lúðvík Georgsson, Ástráður Gunnarsson, Björn Friðþjófsson, Guðmundur Ingvason og Ómar Bragi Stefánsson.
Fremsta röð frá vinstri: Ágúst Ingi Jónsson, Anna Vignir, Eggert Magnússon, formaður, Halldór B. Jónsson og Eggert Steingrímsson.
Á myndina vantar Jón Gunnlaugsson og Jóhann Ólafsson.

Smellið hér að neðan til að skoða nánar allar upplýsingar um þingið og niðurstöður þess.

Ársþing KSÍ