• mið. 06. feb. 2002
  • Fræðsla

Internetráðstefna UEFA

Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ, mun sitja ráðstefnu hjá UEFA dagana 7. og 8. febrúar um Internetmál hjá knattspyrnusamböndum innan UEFA og hjá Knattspyrnusambandi Evrópu sjálfu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna þessi er haldin og fer hún fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að efla samstarf aðildarlandanna og UEFA á sviði Internetmála.