• fös. 15. feb. 2002
  • Fræðsla

Nýr fræðslustjóri KSÍ ráðinn

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem fræðslustjóra sambandsins og tekur hann við af Guðna Kjartanssyni, sem hætti störfum um síðustu áramót. Sigurður er íþróttafræðingur og íþróttakennari að mennt, og hefur Mastersgráðu í æfinga- og íþróttasálfræði frá háskólanum í Greensboro, Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur Sigurður leikið knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður, m.a. með Walsall í Englandi og síðast með Harelbeke í Belgíu.