• þri. 09. apr. 2002
  • Fræðsla

Þjálfaramenntun KSÍ

Fræðslunefnd KSÍ heldur KSÍ - IV þjálfaranámskeið í Reykjavík 3. - 5. maí næstkomandi samkvæmt kennsluskrá um þjálfaramenntun, ef næg þátttaka næst. Þátttakendur þurfa að hafa lokið KSÍ I, II og III eða A, B og C stigi KSÍ.

Þátttaka tilkynnist til skrifstofu KSÍ fyrir 2. maí í síma 510-2900 eða með tölvupósti. Námskeiðsgjald er kr. 14.000. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu KSÍ.