• fös. 03. maí 2002
  • Fræðsla

Íþróttir og tómstundir fyrir þig

Ungmennafélag Íslands, í samstarfi við Mosfellsbæ og UMSK, stendur fyrir íþrótta- og tómstundaveislu í Mosfellsbæ, dagana 3.-5. maí. Á efnisskránni er m.a. vegleg sýning þar sem allir þeir aðilar er tengjast íþrótta- og tómstundastarfi í landinu kynna starfsemi sína. Um er að ræða fjölbreytta skemmtidagskrá sem höfðar til allra aldurshópa. KSÍ tekur þátt í sýningunni og mun kvennaknattspyrna verða kynnt sérstaklega. Landsliðskonur mæta á staðinn á sunnudeginum, veita eiginhandaráritanir og taka þátt í skemmtidagskrá.