• fös. 03. maí 2002
  • Fræðsla

Þjálfaranámskeið - KSÍ IV

Fræðslunefnd KSÍ heldur KSÍ IV (fyrri hluti D-stigs) þjálfaranámskeið í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal um næstu helgi samkvæmt kennsluskrá um þjálfaramenntun. Námskeiðið hefst kl. 14:30 á morgun, föstudag, og lýkur um kl. 17:00 á sunnudag, en um er að ræða bæði bóklega og verklega þætti (munið eftir æfingagallanum). Farið verður í ýmsa þætti, s.s. meiðsli í knattspyrnu, íþróttasálfræði, einstaklingsþjálfun, o.fl. Dagskrá námskeiðsins verður væntanlega birt síðar í dag.

Dagskrá