• mán. 16. sep. 2002
  • Fræðsla

Er þitt félag að missa af peningum?

Þann 1. apríl 2002 undirrituðu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og ÍSÍ samstarfssamning um að ÍSÍ tæki að sér umsjón með greiðslu bóta vegna íþróttaslysa, en ljóst er að mörg félög eru ekki að nýta sér þennan bótarétt hjá ÍSÍ. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir hreyfinguna og mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hvernig þetta gengur fyrir sig og hvaða rétt menn hafa til endurgreiðslu. Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, reglugerð vegna málsins og eyðublað sem notast á við þegar tilkynnt er um íþróttaslys.

Nánar | Reglugerð | Tilkynning um íþróttaslys