• þri. 15. okt. 2002
  • Fræðsla

Þjálfaranámskeið - IV. stig

Fræðslunefnd KSÍ heldur þjálfaranámskeið IV (fyrri hluti D-stigs) 1. - 3. nóvember næstkomandi samkvæmt námsskrá um þjálfaramenntun. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og því þurfa þátttakendur að hafa með sér útbúnað til knattspyrnuiðkunar, en námskeiðið verður haldið í Reykjavík og í Reykjaneshöllinni. Skráning er hafin á námskeiðið og fer fram á skrifstofu KSÍ í síma 510-2900 (Margrét og Erna). Þátttökugjald er kr. 14.000 og ganga þarf frá greiðslu fyrir 25.október. Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, í síma 510-2909. Vert er að benda á að ýmsan fróðleik um þjálfaranámskeið KSÍ má finna í valmyndinni hér til vinstri undir Allt um KSÍ / fræðslumál.

Dagskrá