• mið. 04. jún. 2003
  • Landslið

Opin æfing hjá landsliðinu á fimmtudag

Á fimmtudag kl. 16:00 mun A-landslið karla æfa á Laugardalsvelli og er æfingin opin öllum þeim sem áhuga hafa á að koma og fylgjast með. Fólk er hvatt til að skella sér í Laugardalinn og kíkja á landsliðsmennina okkar, endilega að taka krakkana með. Meðal annars verður dreift árituðum plaggötum með mynd af landsliðinu.