• mið. 04. jún. 2003
  • Landslið

Sautján sigrar og eitt jafntefli

A-landslið Íslands og Færeyja hafa mæst 18 sinnum í gegnum tíðina, fyrst árið 1972. Sautján sinnum, eða í öllum leikjunum nema einum, hefur Ísland borið sigur úr býtum. Einum leik lauk með markalausu jafntefli, í Þórshöfn í ágúst 1984. Umræddur leikur var fyrsti A-landsleikur Guðna Bergssonar, sem er í hópnum nú tæpum 20 árum síðar.

Fyrri viðureignir