• þri. 10. jún. 2003
  • Landslið

U21 karla - Litháarnir sterkari

U21 landslið karla lék í dag gegn jafnöldrum sínum frá Litháen í undankeppni EM, en leikurinn fór fram í Panevezys í Litháen. Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigruðu nokkuð örugglega, 3-0, en íslenska liðið fékk nokkur færi í leiknum sem nýttust ekki. Með sigrinum fóru Litháar á topp riðilsins, en Ísland rekur lestina, án stiga.