• mið. 16. júl. 2003
  • Agamál

Ósæmileg ummæli um dómara

Í kjölfar leiks Fram og Vals í Landsbankadeild karla, sem fram fór á Laugardalsvelli sunnudaginn 6. júlí, lét þjálfari Vals, Þorlákur Árnason, hafa eftir sér á opinberum vettvangi ýmis ummæli um störf dómara og þeirra sem starfa að framgangi Landsbankadeildarinnar sem framkvæmdastjóri KSÍ taldi meiðandi og ósæmileg. Þjálfarinn gætti þess ekki að koma fram af hófsemi í gagnrýni sinni heldur kaus hann að gefa í skyn að úrslit leiksins hefðu ekki ráðist innan vallar heldur utan hans. Slík ummæli voru til þess fallin að skaða ímynd knattspyrnunnar á Íslandi.

Nánar