• fös. 16. apr. 2004
  • Landslið

Helena til Frakklands

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, verður í Frakklandi 24. apríl næstkomandi til að fylgjast með leik Frakka og Ungverja sem fram fer í Reims. Ungverjar og Frakkar eru næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM, en fyrir þá leiki mun íslenska liðið leika vináttuleik gegn Englendingum.