• mið. 23. mar. 2005
  • Landslið

Eiður Smári ekki með gegn Króötum og Ítölum

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, er meiddur og verður ekki með í leiknum gegn Króatíu í undankeppni HM 2006 og vináttuleiknum gegn Ítalíu fjórum dögum síðar.

Eiður var skoðaður af læknum íslenska landsliðsins og Chelsea og ljóst er að hann er ekki leikfær vegna tognunar aftan í læri. Hannes Þ. Sigurðsson kemur til liðs við A-hópinn að loknum leik U21 liðsins á föstudag og verður í hópnum í Zagreb á laugardag.