• mið. 23. mar. 2005
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA

FIFA hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir síðasta mánuð og er Ísland í 95. sæti, en mótherjarnir í undankeppni HM 2006 á laugardag, Króatía, eru í 24. sæti.

Lítið er um breytingar á listanum frá því hann var síðast gefinn út, en helstu breytingar verða í kringum lið frá Mið-Ameríku og Karíbahafinu, þar sem þessar þjóðir léku í undankeppni HM í febrúar. FIFA hefur ákveðið að gera ákveðnar breytingar á því hvernig stig eru reiknuð út fyrir listann, sem miða að því að listinn gefi réttari og raunverulegri mynd af stöðu liða.