• fim. 24. mar. 2005
  • Landslið

Byrjunarliðið U21 karla gegn Króatíu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í undankeppni EM. Liðin mætast í Velika Gorica á föstudag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Bjarni Þórður Halldórsson verður í markinu, bakverðir Steinþór Gíslason og Gunnar Þór Gunnarsson, miðverðir Sölvi Geir Ottesen Jónsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason. Á miðjunni verða Davíð Þór Viðarsson og fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúlason, á köntunum Ingvi Rafn Guðmundsson og Emil Hallfreðsson. Fremstur er Hannes Þorsteinn Sigurðsson og Sigmundur Kristjánsson leikur aðeins fyrir aftan hann.