• fim. 24. mar. 2005
  • Landslið

Byrjunarliðið tilkynnt á föstudag

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson munu væntanlega tilkynna byrjunarlið Íslands gegn Króatíu á föstudag. Athyglisvert verður að sjá uppstillinguna án Eiðs Smára, en reikna má með að áhersla verði lögð á varnarleikinn.

Ljóst er að Hermann Hreiðarsson mun bera fyrirliðabandið í leiknum, en hann hefur verið fyrirliði þrisvar sinnum áður.