• fös. 25. mar. 2005
  • Landslið

U21 karla tapaði naumlega gegn Króatíu

U21 landslið karla tapaði í dag naumlega gegn Króatíu í undankeppni EM. Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Króatar jöfnuðu í uppbótartíma í fyrri hálfleik og skoruðu sigurmarkið þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Lokatölur leiksins urðu því 2-1 fyrir Króata, en sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var, því íslenska liðið átti eitt stangarskot, auk þess sem mark var dæmt af liðinu í fyrri hálfleik.