• fös. 03. jún. 2005
  • Landslið

3.000 miðar þegar seldir á Ísland - Ungverjaland

Áfram Ísland
aframisland

Nú þegar hafa selst um 3.000 miðar á leik Íslands og Ungverjalands, en liðin mætast í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á laugardag.

Forsala heldur áfram á Nestisstöðvum ESSO á höfuðborgarsvæðinu* í dag, föstudag, og er áfram boðið upp á frábært tilboð:

Miða í nýju stúkuna sem gildir fyrir viðkomandi á báða leikina.

Athugið að þetta tilboð rennur út þegar forsölu lýkur í dag.

Miðasala á leikdag

Á laugardag, leikdag, hefst svo sala við Laugardalsvöll kl. 11:00.

* Forsala á Nestisstöðvum ESSO á höfuðborgarsvæðinu:

Ártúnshöfða, Háholti (Mosfellsbæ), Gagnvegi (Grafarvogi), Borgartúni, Geirsgötu, Stórahjalla (Kópavogi), Lækjargötu (Hafnarfirði).