• fös. 03. jún. 2005
  • Landslið

Eins marks tap U21 karla gegn Ungverjum

UEFA
uefa_merki

U21 landslið karla tapaði fyrir Ungverjum í undankeppni EM með einu marki gegn engu á Víkingsvelli í kvöld. Eina mark leiksins kom strax á 12. mínútu.

Jafnræði var með liðunum lengst af, en gestirnir áttu þó hættulegri færi, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður íslenska liðsins, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins og verður því í leikbanni í næsta leik.

Þessi úrslit þýða að Ísland er 6 stigum á eftir Svíum og Ungverjum, sem eru í 2. og 3. sæti, þegar fjórar umferðir eru eftir.

Búlgaría vann nokkuð óvæntan sigur á Króatíu og komst þar með upp að hlið Íslands í riðlinum. Króatar voru með fullt hús stiga fyrri leikinn í kvöld.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Möltu á KR-velli á þriðjudag kl. 18:00.