• mán. 06. jún. 2005
  • Landslið

A landslið kvenna mætir Bandaríkjunum

Jörundur Áki Sveinsson (vinstra megin) - Þjálfari A landsliðs kvenna
U21kv2001-0011

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum 24. júlí næstkomandi.

Leikurinn fram ytra, en leikstaður hefur þó ekki verið ákveðinn.

Ísland og Bandaríkin mætast þá í þriðja sinn á innan við einu ári, en þessi sömu lið mættust einmitt í tveimur vináttulandsleikjum í lok september í fyrra.

Leikirnir í fyrra fóru fram í Pittsburgh og Rochester og höfðu þá nýkrýndir Ólympíumeistarar Bandaríkjanna betur í báðum viðureignum, 3-4 og 0-3.

A landslið kvenna hefur alls leikið sjö sinnum gegn Bandaríkjunum, gert eitt jafntefli, en tapað sex leikjum. Liðin hafa aldrei mæst á Íslandi.