• mán. 06. jún. 2005
  • Landslið

Gylfi ekki með gegn Möltu vegna meiðsla

Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu
gylfi_einarsson_skorar_ita

Ljóst er Gylfi Einarsson mun ekki leika með A landsliðinu gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Ungverjalandi á laugardag.  

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, munu tilkynna hvaða leikmaður tekur sæti hans í hópnum að loknum U21 landsleiknum á KR-velli á þriðjudagskvöld.