• mán. 06. jún. 2005
  • Landslið

Léku golf í Hvaleyrarholti

A landslið karla í golfi á Hvaleyrarholtsvelli
Alid-golf-2005

Leikmenn A-landsliðs karla léku golf á Hvaleyrarholtsvelli á sunnudag til að stytta sér stundir og þjappa hópnum saman fyrir leikinn gegn Möltu á Laugardalsvelli á miðvikudag.

Að sögn viðstaddra var geta leikmanna á hinum ýmsu stigum og ljóst þótti að sumir í hópnum hefðu aldrei átt að fá golfkylfu í hönd.

Almennt þóttu þó tveir ráshópar bera af í leikni með kylfurnar og eru þeir á myndinni hér til hliðar ásamt Brynju Þórhallsdóttur (með boltann) og Hrefnu Helgadóttur, sem starfa í klúbbhúsinu hjá Golfklúbbnum Keili.

Leikmennirnir eru (frá vinstri):

Eiður Smári Guðjohnsen, Arnar Þór Viðarsson, Grétar Rafn Steinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Helgi Valur Daníelsson, Kristján Finnbogason og Tryggvi Guðmundsson.

Þessir tveir ráshópar voru réttilega nefndir "Tiger-hóparnir".