• mán. 06. jún. 2005
  • Landslið

Tvær breytingar á U21 liði karla

Sölvi Davíðsson
solvi_davidsson

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM, en liðin mætast á KR-velli á þriðjudag kl. 18:00.

Tryggvi Sveinn Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið gegn Ungverjum og verðu því í leikbanni gegn Möltu, en Sigmundur Kristjánsson er meiddur og verður ekki með.

Í þeirra stað hefur Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, kallað á KR-inginn Sölva Davíðsson og Garðar Gunnlaugsson úr Val.

Garðar hefur leikið með U17 og U19 landsliðum Íslands og Sölvi hefur leikið með U19 landsliðinu.  Hvorugur þeirra hefur þó leikið með U21 liðinu.

Myndin af Sölva er fengin að láni frá www.kr.is