• mán. 06. jún. 2005
  • Landslið

Úrslitakeppni EM kvennalandsliða á Englandi

Evrópukeppni kvennalandsliða
women_euro

Úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer á Englandi, hófst á sunnudag með tveimur leikjum.  Opnunarleikur mótsins var viðureign Svía og Dana í Blackpool, en síðar um daginn mættust gestgjafarnir Finnum á City of Manchester Stadium.

Englendingar lögðu Finna með þremur mörkum gegn tveimur í hörkuleik á City of Manchester Stadium.  Áhorfendamet var sett á leiknum, en tæplega 30.000 manns mættu til að fylgjast með og er það mesti áhorfendafjöldi á knattspyrnuleik kvenna í Evrópu frá upphafi.

Allar upplýsingar um keppnina má finna á uefa.com, eða með því að smella hér.

Þess má geta að RÚV mun sýna fimm af leikjunum í keppninni.

Riðlakeppni

Danmörk - England lau. 11.06.2005 kl. 15:00 af bandi

Riðlakeppni

Þýskaland - Frakkland sun. 12.06.2005 kl. 14:00 live

Fyrri undanúrslitaleikur

15.06.2005 kl. 23:40 af bandi og endursýndur lau. 18.06.2005 kl. ca. 14:30

Seinni undanúrslitaleikur

16.06.2005 kl. 23:50 af bandi og endursýndur lau. 18.06.2005 kl. ca. 16:05

Úrslitaleikur

19.06.2005 kl. 14:15 live