• þri. 07. jún. 2005
  • Landslið

Góður sigur á Svíum hjá U19 karla

U19 landslið karla lagði Svía í vináttuleik á Grindavíkurvelli í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Íslenska liðið hafði undirtökin allan leikinn og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Það var fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks, það fyrra úr vítaspyrnu.