• þri. 07. jún. 2005
  • Landslið

Ísland - Malta á Laugardalsvelli á miðvikudag

malta_fa
malta_fa

Ísland mætir Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Þessi lið hafa mæst 11 sinnum áður í A-landsleik karla og hefur Ísland unnið átta sinnum, Malta tvisvar, en einu sinni hafa liðin skilið jöfn.

Síðasta viðureignin var einmitt í þessari undankeppni á Möltu, þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli og eru stigin sem liðin skiptu með sér þau einu sem þau hafa hlotið í keppninni til þessa.

Markatalan í innbyrðis viðureignunum er Íslandi í hag, 26 mörk skoruð gegn 8 mörkum Maltverja.

Síðasti sigur Möltu á Íslendingum kom í vináttulandsleik árið 1992 í Valletta, 1-0.