• þri. 07. jún. 2005
  • Landslið

Markalaust á KR-vellinum

Hannes Sigurðsson reynir markskot
hannes_sigurdsson_islmal_2005

U21 landslið karla náði ekki rjúfa varnarmúr Maltverja á KR-vellinum í kvöld, þegar liðin mættust í undankeppni EM. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og verður að segjast eins og er að íslenska liðið hefði átt að klára leikinn og innbyrða stigin þrjú.

Leikmenn Möltu lágu aftarlega á vellinum allan leikinn, vörðust af krafti og reyndu að beita skyndisóknum. Íslenska liðið hins vegar sótti stíft allan leikinn og gerði oft harða hríð að marki Möltu, en án árangurs.

Ísland er nú með 7 stig að loknum 7 leikjum, með markatöluna 7:7.