• mið. 08. jún. 2005
  • Landslið

A landslið kvenna leikur í Los Angeles

Home Depot Center í Los Angeles
los_angeles_home_depot

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttulandsleik Bandaríkjanna og Íslands, sem fram fer ytra 24. júlí næstkomandi. 

Leikið verður á Home Depot Center leikvanginum í Carson í Kaliforníu, sem er á Los Angeles svæðinu og er heimavöllur LA Galaxy liðsins í MLS-deildinni (Major League Soccer).

Home Depot Center leikvangurinn var byggður árið 2003 og tekur 27.000 áhorfendur í sæti.

Ísland og Bandaríkin mætast þá í þriðja sinn á innan við einu ári, en þessi sömu lið mættust einmitt í tveimur vináttulandsleikjum í lok september í fyrra.

Leikirnir í fyrra fóru fram í Pittsburgh og Rochester og höfðu þá nýkrýndir Ólympíumeistarar Bandaríkjanna betur í báðum viðureignum, 3-4 og 0-3.

A landslið kvenna hefur alls leikið sjö sinnum gegn Bandaríkjunum, gert eitt jafntefli, en tapað sex leikjum.  Liðin hafa aldrei mæst á Íslandi.