• þri. 06. des. 2005
  • Landslið

Úrtaksæfingar U16 karla 10. og 11. desember

Freyr Sverrisson
freyr_sverrisson

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar U16 landsliðs karla (leikmenn fæddir 1991 og síðar) um komandi helgi.  Þetta er fyrsti hópurinn af þremur sem verða boðaðir á æfingar liðsins í vetur.

Æfingahópurinn

Næsti hópur æfir á Akureyri 21. og 22. janúar (leikmenn af Norður- og Austurlandi) og þriðji hópurinn æfir í mars í Reykjaneshöll og Egilshöll.

Þjálfari U16 karla er Freyr Sverrisson.