• mán. 19. des. 2005
  • Landslið

Aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar

Eyjólfur ásamt aðstoðarmönnum sínum
eyjolfur_bjarni_birkir_Alm2005-0607

ÁKveðið hefur verið að Bjarni Jóhannsson muni aðstoða Eyjólf Sverrisson með þjálfun A-landsliðs karla, og að Birkir Kristinsson muni aðstoða með þjálfun markvarða liðsins.

Bjarni Jóhannsson er gríðarlega reyndur þjálfari og hefur lokið hæsta stigi í þjálfaramenntun sem boðið er upp á hér á landi. Bjarni þjálfar einnig lið Breiðabliks í Landsbankadeild karla.

Birkir Kristinsson er einn reynslumesti markvörður íslenskrar knattspyrnu og leikjahæsti leikmaður í efstu deild frá upphafi með 320 leiki. Birkir hefur leikið 74 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.