• þri. 27. des. 2005
  • Landslið

Fimm knattspyrnumenn tilnefndir

Eiður Smári Guðjohnsen
eidur_smari_skot

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða aðilar skipa 10 efstu sætin í kjöri á íþróttamanni ársins 2005, en úrslitin verða kynnt 3. janúar næstkomandi. Á meðal þessara tíu eru fimm knattspyrnumenn.  Þetta er í 50. sinn sem samtök íþróttafréttamanna standa að kjöri á íþróttamanni ársins.

 tíu efstu í kjörinu (í stafrófsröð)      
Ásthildur Helgadóttir  Knattspyrna     
Eiður Smári Guðjohnsen Knattspyrna     
Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleikur     
Gunnar Heiðar Þorvaldsson Knattspyrna
Hermann Hreiðarsson Knattspyrna
Jakob Jóhann Sveinsson Sund
Jón Arnór Stefánsson Körfuknattleikur
Ólöf María Jónsdóttir Golf
Snorri Steinn Guðjónsson Handknattleikur
Þóra Björg Helgadóttir Knattspyrna

Ásthildur Helgadóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru kjörin knattspyrnufólk ársins 2005 af Leikmannavali KSÍ.  Þau Þóra B. Helgadóttir, Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru öll á meðal efstu manna í kjörinu.

Ásthildur var á meðal markahæstu leikmanna sænsku Damallsvenskan og þótti einn af sterkustu leikmönnum deildrinnar.

Eiður Smári, sem kjörinn var íþróttamaður ársins 2004, lék lykilhlutverk í liði Chelsea sem varð enskur meistari síðastliðið vor.

Gunnar Heiðar bar uppi sóknarleik Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni og var markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hermann var lykilmaður í vörn Charlton sem festi sig enn betur í sessi í ensku úrvalsdeildinni.

Þóra Björg stóð sem klettur í marki Breiðabliks sem vann tvöfaldan sigur síðastliðið sumar - hampaði sigri bæði í deild og bikar.