• þri. 03. jan. 2006
  • Landslið

Íþróttamaður ársins 2005 krýndur í kvöld

Hermann Hreiðarsson
Alid2003-0359-hermann

Samtök íþróttafréttamanna tilkynna í kvöld, þriðjudagskvöld, hver verður fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2005.  Tilkynnt verður um valið í hófi á Grand Hótel í Reykjavík, í sjónvarpssendingu á RÚV og Sýn sem er að hluta til sameiginleg.

Hófið, sem haldið er í samstarfi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefst kl. 18:20, en sameiginleg sjónvarpsútsending á RÚV og Sýn hefst um kl. 20:45.

Fimm knattspyrnumenn eru tilnefndir að þessu sinni, þau Ásthildur Helgadóttir, Eiður Smári Guðjohnsen, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Þóra B. Helgadóttir.

Þetta verður í 50. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu frá stofnun þeirra árið 1956.  Styttan glæsilega sem fylgt hefur nafnbótinni verður nú afhent í síðasta sinn, en í reglum samtakanna kveður á um að styttan skuli afhent í 50 skipti.  Eftir það verður hún afhent Þjóðminjasafni Íslands.