• mið. 11. jan. 2006
  • Landslið

Úrtaksæfingar U16 karla 21. og 22. janúar

Boginn á Akureyri
Boginn

Alls hafa 35 leikmenn verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U16 landslið karla, sem fram fara í Boganum á Akureyri 21. og 22. janúar næstkomandi. 

Um er að ræða leikmenn fædda 1991 og síðar frá félögum á Norður- og Austurlandi.

Akureyrarliðin Þór og KA eiga flesta fulltrúa í æfingahópnum, en sjö leikmenn koma frá hvoru liði.

Freyr Sverrisson er þjálfari U16 landsliðs karla, en eins og greint hefur verið frá var Freyr endurráðinn þjálfari liðsins fyrr í vikunni.

Æfingahópurinn