• fös. 23. mar. 2007
  • Leyfiskerfi

Félögunum 10 í Landsbankadeild veitt þátttökuleyfi

Landsbankadeildin
lbd_2004_hvitt

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 23. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2007 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.

Félögin eru:  Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, HK, ÍA, Keflavík, KR, Valur og Víkingur R. og verða þau að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út. 

Kröfur settar fram í leyfishandbók KSÍ snúa að fimm þáttum. Þeir eru í aðalatriðum:

  • Samþykkt áætlun um uppeldi ungra leikmanna (þjálfun)
  • Fagmennska í stjórnun félags og þjálfun leikmanna (hæfir starfsmenn)
  • Aðild að KSÍ (lagaumhverfi)
  • Fullbúinn leikvangur með stúku fyrir áhorfendur
  • Traust skipulag fjármála (endurskoðaður ársreikningur)

Þátttökuleyfi

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir afgreiðslu leyfisráðs á leyfisumsóknum félaganna 10, auk athugasemda sem gerðar voru við veitingu þátttökuleyfis hjá hverju félagi fyrir sig, þar sem við á.  Tvö félög eru sektuð vegna verulegs dráttar á skilum á gögnum, og eitt félag beitt dagsektum vegna dráttar á skilum á gögnum.

Breiðablik

  • Þátttökuleyfi veitt.
  • Félagið beitt dagsektum vegna dráttar á skilum á gögnum.

FH

  • Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Fram

  • Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Fylkir

  • Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

HK

  • Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

ÍA

  • Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Keflavík

  • Þátttökuleyfi veitt.
  • Félagið sektað vegna verulegs dráttar á skilum á gögnum.

KR

  • Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Valur

  • Þátttökuleyfi veitt.
  • Félagið sektað vegna verulegs dráttar á skilum á gögnum.

Víkingur R.

  • Þátttökuleyfi veitt.
  • Félaginu veitt viðvörun þar sem forsenda um aðstoðarþjálfara meistaraflokks er ekki uppfyllt.

Styrkur frá KSÍ til félaga

Félögin sem undirgangast leyfiskerfið hljóta styrk frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna vinnu við leyfiskerfi KSÍ.  Stjórn KSÍ mun ákveða nánari útfærslu á styrkveitingunni á fundi sínum 13. apríl næstkomandi. 

KSÍ óskar leyfishöfum í Landsbankadeildinni til hamingju og þakkar þeim mikið og gott starf við undirbúning leyfisumsóknar!