• mið. 25. apr. 2007
  • Leyfiskerfi

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2007

KSÍ - Alltaf í boltanum
alltaf_i_boltanum_1

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.

Einn mikilvægur þáttur í þessu endurmati er að óska eftir upplýsingum frá leyfisumsækjendum um þessi atriði.  Hvað fannst fulltrúum félaganna?  Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara?

Svör bárust frá fimm félögum af þeim 22 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni og hér að neðan er stiklað á stóru um helstu atriðin sem fram komu.

  • Almenn ánægja með þá þjónustu og þann stuðning sem leyfisstjórn KSÍ veitir leyfisumsækjendum.
  • Í sumum tilfellum var óskað eftir nánari skýringum á því hvaða gögnum er leitað eftir til að uppfylla ákveðnar forsendur.
  • Mönnum finnst þetta vera gott tæki til að hjálpa félögunum við starfið, gefur ákveðnar línur sem gott er að vinna eftir.
  • Kerfið er strangt og erfitt, en skilar árangri.
  • Sumum fannst skiladagsetning fjárhagslegra forsendna koma full snemma, en skildu þó hvers vegna hún var sett á þennan dag.
  • Félögin sem aldrei höfðu gert þetta áður áttu í ákveðnum vandræðum. 
  • Eitt félag óskaði eftir meira aðhaldi og strangari viðurlögum.
  • Ef um óánægju var að ræða stafaði hún eingöngu af þeim ströngu kröfum sem félögin verða að uppfylla, sérstaklega í fjárhagslegum forsendum.