• fim. 14. feb. 2008
  • Leyfiskerfi

Njarðvíkingar fyrstir að skila fjárhagsgögnum

Njarðvík
njardvik2007litid

Njarðvíkingar, sem leika í 1. deild karla, urðu á miðvikudag fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til leyfisstjórnar.  Skilafrestur fjárhagslegra gagna er til 20. febrúar, þannig að Njarðvíkingar eru ansi tímanlega.

Fjárhagsleg gögn sem félög í 1. deild þurfa að skila eru ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda (rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, sjóðstreymi og skýringar), auk fylgigagna og staðfestinga á því að engin vanskil séu við önnur knattspyrnufélög vegna félagaskipta eða við starfsmenn (leikmenn, þjálfara, og fleiri).  Félög í Landsbankadeild þurfa að auki að leggja fram rekstrar- og greiðsluáætlanir, en félög í 1. deild eru undanskilin því.