• þri. 27. maí 2008
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu

Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands
Byrjunarlid_Finnland

Ísland mætir Serbíu á morgun, miðvikudag, í undankeppni fyrir EM 2009 og er leikið í Kragujevac.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ásta Árnadóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún S. Gunnarsdóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Allir leikmenn hópsins eru leikfærir og tilbúnir í þennan mikilvæga leik sem framundan er.

Leikurinn fer fram á nýjum og glæsilegur leikvangi sem tekinn var í notkun fyrir 6 mánuðum og tekur 20.000 manns í sæti.  Leikvöllurinn sjálfur er í frábæru standi, grasið rennislétt.  Aðstæður allar eru ákaflega góðar en helst er það hitinn sem að plagar leikmenn en hitinn í Kragujevac er um 30 stig.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 14:50 en leikurinn sjálfur hefst kl. 15:00.