• fös. 27. feb. 2009
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna

Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008
HK_FH_mai_2008_LD_karla

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar breytingu á reglugerðum um deildarbikar karla og kvenna. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu sem þegar hefur verið gerð á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Gerð er breyting á greinum 10.2. í báðum reglugerðum, þ.e. karla og kvenna.  Breytingar eru skástrikaðar og það sem út fellur yfirstrikað:

10.2 Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar.  Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi leikmaður hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.

Breytingin hefur það í för með sé að nú getur lið ekki lengur tapað leik fyrir það að nota þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni. 

Breytingin tekur gildi nú þegar.