• þri. 03. mar. 2009
  • Leyfiskerfi

Undirbúningsfundur leyfisráðs og leyfisdóms

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Á mánudag var haldinn árlegur undirbúningsfundur leyfisstjórnar með leyfisráði og leyfisdómi.  Þessi fundur er jafnan haldinn áður en leyfisumsóknir félaga eru teknar fyrir og er hluti af gæðastaðal UEFA fyrir leyfisveitendur.

Á fundinum er farið yfir helstu þætti í leyfishandbókinni, breytingar milli ára, og hvaða breytinga má vænta.  Einnig er gefin stutt skýrsla um yfirstandandi leyfisferli, staða heildarmála skoðuð og farið yfir mál einstakra félaga.

Fyrsti fundur leyfisráðs mun fara fram þriðjudaginn 10. mars og þar verða leyfisumsóknir félaga lagðar fram til skoðunar.  Lokaákvarðanir leyfisráðs liggja jafnan fyrir um miðjan mars.