• fim. 12. mar. 2009
  • Leyfiskerfi

Leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur leiðréttar

Fjölnir og Keflavík
fjolnirogkeflavik

Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur vegna þátttökuleyfis í efstu deild karla 2009. 

Gerðar voru athugasemdir við leyfisgögn Fjölnis og Keflavíkur þar sem forsenda S.12 - Aðstoðarþjálfari meistaraflokks var metin sem óuppfyllt.  Í ljós hefur komið þetta mat leyfisstjórnar var ekki rétt og er leyfisveiting þessara tveggja félaga leiðrétt samkvæmt því.

Þetta þýðir að Keflavík hefur ekki brotið þessa forsendu tvö ár í röð, heldur einungis fyrir 2008 og ekki fyrir 2009.  Jafnframt hefur leyfisstjórn nú, annað árið í röð, þurft að leiðrétta úrskurð vegna sömu forsendu hjá Fjölni.  Þessi mistök skrifast alfarið á leyfisstjórn og eru hlutaðeigandi félög beðin afsökunar.

Forsendan er þannig:


Aðstoðarþjálfari meistaraflokks

Félagið verður að skipa aðstoðarþjálfara meistaraflokks sem er aðalþjálfara til aðstoðar við knattspyrnulega stjórnun keppnisliðs félagsins.  Hann verður að uppfylla eftirfarandi kröfur um menntun:

a)  KSÍ B (UEFA B) þjálfaragráðu, eða þjálfaragráðu sem metin er sem sambærileg (og viðurkennd af UEFA sem slík), eða

b) lokið þjálfaranámskeiðum KSÍ I og II og jafnframt sækja nauðsynleg námskeið til að geta lokið KSÍ B þjálfaragráðu eins fljótt og unnt er miðað við framboði KSÍ á námskeiðum.

Ef þessi forsenda er ekki uppfyllt skulu viðurlög vera skv. grein 2.2.3.5.