• þri. 17. mar. 2009
  • Leyfiskerfi

Þrjú félög í 1. deild uppfylla allar kröfur fyrir félag í efstu deild

ÍA, HK og Víkingur R.
ia-hk-vikingur

Leyfisstjóri gaf sérstaka skýrslu á fundi leyfisráðs í dag, þriðjudag, um það hvaða félög í 1. deild uppfylltu kröfur fyrir félög í efstu deild.  HK, ÍA og Víkingur R. uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til félaga í efstu deild, allar A-forsendur leyfishandbókarinnar.

Þá lagði leyfisstjóri einnig mat á gögn Njarðvíkur, en Njarðvíkingar óskuðu sérstaklega eftir því að undirgangast leyfiskerfið og taka þátt í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2009, þó svo að félagið léki í 2. deild, sem fellur ekki undir leyfiskerfi KSÍ.  Njarðvík uppfyllir kröfur fyrir félög í 1. deild 2009.