• þri. 07. apr. 2009
  • Fræðsla
  • Leyfiskerfi

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009

KSÍ - Alltaf í boltanum
alltaf_i_boltanum_1

Eins og kynnt hefur verið stendur KSÍ fyrir röð fræðslufunda í apríl, sem m.a. eru ætlaðir fyrir framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur knattspyrnufélaga.  Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ  þriðjudaginn 14. apríl kl. 16:00-18:00 (áður áætlaður miðvikudaginn 15. apríl). 

Skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is) þar sem fram kemur nafn viðkomandi þátttakanda og félag.   Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir hádegi föstudaginn 10. apríl.

Ætlunin er að fræðslufundirnir verði teknir upp og myndband af þeim sett á vef KSÍ daginn eftir, þannig að félög sem ekki hafa tök á því að senda fulltrúa á fundinn geta nýtt sér þann möguleika.

Félögum sem undirgangast leyfiskerfið (efsta deild karla) er þó skylt að senda öryggisstjóra og fjölmiðlafulltrúa á fundinn, til að uppfylla forsendur S.04 og S.05.

Fræðslufundaröð KSÍ 2009

Fundur 1 – Viðburðastjórnun, öryggismál, fjölmiðlar og samstarfssamningar

Þriðjudaginn 14. apríl  16:00-18:00

Dagskrá

16:00 - Kynning

16:10 - Viðburðastjórnun

Framkvæmd leikja, þjónusta á leikstað, stjórnun.

  • Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ

16:30 - Öryggismál

Gæsla á leikvangi, öryggisþættir, öryggisstjóri.

  • Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ
  • Víðir Reynisson - lögreglufulltrúi, öryggisstjóri Laugardalsvallar

17:00 - Fjölmiðlar

Samskipti og þjónusta við fjölmiðla á leikvangi.

  • Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ
  • Hilmar Björnsson - sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sports

17:30 - Samningar við samstarfsaðila

Hugmyndir að samstarfsaðilum, hvernig má laða að fyrirtæki til samstarfs o.fl.

  • Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ
  • Þór Bæring Ólafsson  - markaðsdeild VÍS

18:00 - fundarlok

Nánari upplýsingar um fræðslufundinn veita Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ.